Svona voru jólin

janúar 22, 2014 Færðu inn athugasemd

Við höfum átt ágætis jól þetta árið,  Sólveig orðaði þetta ágætlega þegar hún sagði “Í Svíþjóð eru allir svo stressaðir fyrir jólin og þurfa að gera svo mikið, við erum samt ekki svoleiðis”.  Við höfum með öðrum orðum verið bara afslöppuð þessi jólin.  Óskar byrjaði í jólafríi 16. des og fékk eina viku einn í fríi og þurfti að standa í alls konar snúningum, meðal annars vegna bilaðrar uppþvottavélar.   20. des fóru svo krakkarnir í jólafrí úr skólunum sínum og ég vann minn síðasta vinnudag í bili.   Laugardaginn fyrir jól var Óskar Hermann með hita, þannig að við tvö vorum bara heima í dúlleríi og Óskar og stóru börnin kíktu í jólastemmninguna í bænum.   Við fengum svo góða gesti á sunnudeginum, Emilíu Björgu, Kristján, Ínu systur Kristjáns og Jökul Eldberg.  Mjög gaman að hitta þau.

 

Á aðfangadag vorum við í algerum rólegheitum, Pétur var kominn með hita, þannig að það var að mestu leyti bara slakað á fyrir framan sjónvörp og Ipad-a.   Við hjónin suðum hangikjöt og jólaskinku og ég undirbjó kvöldmatinn, sem var í þetta sinn sænsk jólaskinka, brúnaðar kartöflur, eplasalat og fleira í þeim dúr.    Klukkan 3 hringdi svo Kalle Anka inn jólin í sænska ríkissjónvarpinu og að honum loknum fóru allir í sparifötin.   Börnin fengu svo að opna einn pakka á mann fyrir matinn og voru sumir glaðari en aðrir.

IMG_20131224_172654

Við matarborðið varð Pétur greyið slappari og slappari og var að lokum lagstur fram á borðið og mælirinn sýndi 39,5 gráðu hita.  Hann var samt til í að borða ís með systkinum sínum og svo var gengið frá á mettíma og drifið í pakkaopnun.   Pakkarnir voru opnaðir á mettíma og mikil ánægja með innihald þeirra.

 

Dagana eftir jól vorum við mest heimanvið, Pétur jafnaði sig á veikindunum og veðrið var ekki til að hrópa húrra fyrir.   Það var breskur veðurandi svífandi yfir vötnum þessi jólin, semsagt rigning og rok.  Það stytti þó upp rétt fyrir áramótin og við fórum m.a. á skauta í Kungsträdgården.

Á gamlárskvöld vorum við sem fyrr í rólegheitum, elduðum dýrindis lambalæri, lékum okkur með stjörnuljós og risa “knöll” sem voru pöntuð frá Englandi.

Categories: Uncategorized

Jólin 2013

desember 29, 2013 Færðu inn athugasemd

Við höfum átt ágætis jól þetta árið,  Sólveig orðaði þetta ágætlega þegar hún sagði “Í Svíþjóð eru allir svo stressaðir fyrir jólin og þurfa að gera svo mikið, við erum samt ekki svoleiðis”.  Við höfum með öðrum orðum verið bara afslöppuð þessi jólin.  Óskar byrjaði í jólafríi 16. des og fékk eina viku einn í fríi og þurfti að standa í alls konar snúningum, meðal annars vegna bilaðrar uppþvottavélar.   20. des fóru svo krakkarnir í jólafrí úr skólunum sínum og ég vann minn síðasta vinnudag í bili.   Laugardaginn fyrir jól var Óskar Hermann með hita, þannig að við tvö vorum bara heima í dúlleríi og Óskar og stóru börnin kíktu í jólastemmninguna í bænum.   Við fengum svo góða gesti á sunnudeginum, Emilíu Björgu, Kristján, Ínu systur Kristjáns og Jökul Eldberg.  Mjög gaman að hitta þau.

Á aðfangadag vorum við í algerum rólegheitum, Pétur var kominn með hita, þannig að það var að mestu leyti bara slakað á fyrir framan sjónvörp og Ipad-a.   Við hjónin suðum hangikjöt og jólaskinku og ég undirbjó kvöldmatinn, sem var í þetta sinn sænsk jólaskinka, brúnaðar kartöflur, eplasalat og fleira í þeim dúr.    Klukkan 3 hringdi svo Kalle Anka inn jólin í sænska ríkissjónvarpinu og að honum loknum fóru allir í sparifötin.   Börnin fengu svo að opna einn pakka á mann fyrir matinn og voru sumir glaðari en aðrir.

IMG_20131224_172654

Við matarborðið varð Pétur greyið slappari og slappari og var að lokum lagstur fram á borðið og mælirinn sýndi 39,5 gráðu hita.  Hann var samt til í að borða ís með systkinum sínum og svo var gengið frá á mettíma og drifið í pakkaopnun.   Pakkarnir voru opnaðir á mettíma og mikil ánægja með innihald þeirra.

Dagana eftir jól höfum við svo verið mest heimanvið, Pétur er að jafna sig á veikindunum og veðrið hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir.   Það hefur breskur veðurandi svifið yfir vötnum þessi jólin, semsagt rigning og rok.

Categories: Uncategorized

Afmælisdrengur

desember 6, 2013 2 ummæli

Þá er enn og aftur komið afmæli hjá okkur, að þessu sinni fagnar Pétur 4 ára afmæli sínu.  Eins og hjá alvöru stórmennum teygðist aðeins úr hátíðarhöldunum þannig að veisluhöld stóðu í tvo daga.  Við ákváðum að hafa afmælisköku, pakka og kerti eftir leikskólann þann 4. des þar sem pabbinn var á jóladinner Comhem á afmælisdaginn sjálfan.   Þegar við komum heim af leikskólanum var Óskar búinn að blása upp blöðrur, leggja á borð og beið eftir okkur úti með stjörnuljós.   Svo var boðið upp á köku, kleinuhringi og súkkulaði og svo voru pakkarnir opnaðir.  Amma Solla slóst í hópinn á skype þannig að það var fjör við borðið.

Hann var hæst-ánægður með gjafirnar, Lego kubba, flugvél, úlpu og fartölvu.  Fartölvan er fyrir börn og á henni eru ýmsir þroska- og kennsluleikir.  Uppáhaldsleikurinn hans er stafaleikur, þá ýtir hann á bókstaf og tölvan segir honum hvað bókstafurinn heitir og gefur dæmi um eitt orð.  T.d.  „Det er bokstaven C, C för citron“.  Tölvan talar sumsé sænsku og svo er allt of auðveldlega hægt að skipta yfir í finnsku, sem þykir mikið fjör.

Fáni

 

Á afmælisdaginn leit svo anddyrið á deildinni hans á leikskólanum svona út, búið að flagga afmælisbörnum dagsins til heiðurs.  Þar var líka sungið og svo fengu afmælisbörnin að vera fremst í öllum röðum dagsins, ég get ímyndað mér að okkar manni hafi ekki þótt það leiðinlegt.

Categories: Fréttir, Uncategorized

Gullkorn

nóvember 28, 2013 Færðu inn athugasemd

Pétur er að leika við kött, ég sit hjá honum og hann spyr mig „á afi Gústi kött?“, ég svara já, þá lítur hann á köttinn og segir „Viltu koma með til afa Gústa? Þar er líka köttur!“

 

Við fórum í Halloween partý með bekknum hennar Sollu um daginn, þetta var klukkan 18 a föstudagskvöldi, Óskar hafði þurft að fara með vinnufélögum sínum út og var þvi fjarri góðu gamni. Við Solveig vorum að ræða saman fyrir partýið.

Ég: Við verðum að taka strákana með af því að pabbi verður ekki heima og barnapían er upptekin.

Solla: Verðum við ekki bara að fá okkur nýja barnapiu?

Ég: Ég myndi helst vilja fá barnapíu sem býr hjá okkur.

Solla: Já! Svona stjúpsystur!

 

Pétur var lasinn og lá fyrir í gestaherberginu á meðan við borðuðum kvöldmat. Hann kom svo fram þegar ég var að ganga frá og sagðist vilja mat.   Ég : Viltu svona kjúkling.      Pétur: Nei, ég vil bara svona piparkökumat.

 

Sólveig var að gera heimaverkefni sem gekk út á það að semja spurningar og taka viðtal við einhvern heima.    Hún kom svo fram eftir að hafa samið spurningarnar og spurði mig: „Mamma, hvað er idolið þitt?“.   Ég hugsaði mig um og ætlaði að koma með eitthvað mjög djúpt svar, eitthvað leiddist Sólveigu biðin og sagði „æi, viltu ekki bara segja Elvis?!“.   Þannig að Elvis var það.

Categories: Fréttir

Afmælisdrengur

september 17, 2013 Færðu inn athugasemd

 

Já enn og aftur er komið að afmæli hérna hjá okkur.  Nú er það Óskar Hermann sem fagnar tveggja ára afmælinu sínu í dag.  Við byrjuðum vikuna á því að fara í 2 ára skoðun í ungbarnaeftirlitinu og stóð hann sig eins og hetja.   Leysti öll verkefni sem fyrir hann voru lögð með miklum glæsibrag.  Sagði nokkur orð,  stóð grafkyrr á meðan hann var hæðarmældur, stóð kyrr á viktinni, teiknaði á blað og var bara mjög meðfærilegur í alla staði.  Hjúkrunarfræðingurinn okkar sagði að hann væri með stilltari tveggja ára strákum sem hún hefði hitt.

Í morgun rann svo upp afmælisdagurinn, en það var lítið um partýhöld svona í morgunsárið þar sem afmælisbarnið var alveg fárveikur, fékk uppköst í gærkvöldi og vaknaði með mikinn hita í morgun.  Hann er nú samt allur að koma til og getum við vonandi haft smá skemmtileg heit í kvöld með kökum og pakkaopnun.

Categories: Uncategorized

Afmælisfjör

Untitled

Þann 3. júlí átti Sólveig 8 ára afmæli og var því að sjálfsögðu fagnað.  Við vorum svo heppin að Elsa,Trausti, Ósk og Íris ákváðu að skella sér í heimsókn til okkar frá Noregi, þannig að það var fjölmenni á bænum.    Við tókum afmælisdaginn snemma, Sólveig fékk nokkrar gjafir og svo drifum við litlu strákana á leikskólann og skelltum okkur í bæinn.   Við byrjuðum á því að fara á Musikmuseet í Stokkhólmi, það er mjög skemmtilegt safn með hljóðfærum og það má prófa meirihlutann af þeim.  Afmælisbarnið fékk því að spila á trommur, rafmagnsgítar og alls konar strengjahljóðfæri.

Eftir safnið var farið í afmælislunch á TGI Fridays á Östermalm.  Ég laumaði því að þjóninum okkar að Sólveig ætti afmæli í dag og það komu því þrír syngjandi þjónar með blys og færðu henni eftirmatinn.   Við ættum að vera farin að læra að Sólveig er ekki mjög hrifin af óvæntum uppákomum og hún varð vægast sagt hissa og vissi hreinlega ekkert hvernig hún átti að vera.  Hún var þó sátt við þetta á endanum og er enn að spyrja mig hvernig þjónarnir hafi eiginlega vitað að hún ætti afmæli.

Categories: Fréttir

Stór strákur

Untitled

Við erum smám saman að átta okkur á því að litla ungabarnið okkar er orðið lítill ákveðinn strákur, Óskar Hermann er að taka terrible two með miklum bravör.   Hann klifrar mjög auðveldlega upp úr rimlarúminu sínu, þannig að það stefnir í að hann verði rimlalaus þegar við flytjum í ágúst.   Hann vaknar oft mjög snemma á morgnanna, þá vippar hann sér fram úr rúminu, kemur fram og nú er hann búinn að átta sig á því að það þarf ekkert að fara beint inn til pabba og mömmu og vekja þau.  Nú hefur hann tíma til að skoða sig um, við höfum einu sinni komið að honum sitjandi á eldhúsborðinu borðandi Cheerios beint úr kassanum.

Um daginn var ég á neðri hæðinni og börnin uppi að leika sér, svo heyri ég að Óskar Hermann er eitthvað að eiga við hliðið sem er við stigaopið uppi.  Hann er dágóða stund eitthvað að eiga við hliðið og ég heyri í honum og svo glamrar í hliðinu líka.  Stuttu seinna birtist hann svo og er á leið niður stigann, ég áleit bara sem svo að pabbi hans hefði opnað hliðið fyrir hann og hleypt honum niður þannig að ég leyfi honum bara að vera niðri hjá mér.    Þegar við förum svo aftur upp sé ég hins vegar hvað hann gerði til að komast niður.   Hann hafði sko náð sér í stól, sett upp við hliðið, klifrað upp í stólinn, yfir hliðið og farið svo niður stigann, alsæll með sjálfan sig.

Á myndinni hér fyrir ofan er svo annað atvik þar sem drengurinn reddaði sér sjálfur,  kom fram í þessari peysu brosandi út að eyrum og sagði „Bótabotta!“ sem er hans orð yfir „fótbolta“.

Categories: Uncategorized
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.