Sarpur

Archive for ágúst, 2007

Verðlaun

ágúst 31, 2007 3 ummæli

Hér með fær Björg Rós Guðjónsdóttir heiðursverðlaun oskarsdottir.net fyrir að eiga komment númer 100 á síðunni.  Húrra, húrra, húrra!!!!

Af öðrum vígstöðvum er það að frétta að nú styttist í heimferð okkar Sollu, verðum á Íslandi frá 5. – 20. september og viljum að sjálfsögðu hitta sem flesta.

Categories: Fréttir

Tæknin er yndisleg

ágúst 30, 2007 2 ummæli

Ég get ekki verið þekktur af því að einungis séu hér veðurfréttir og fregnir af verslunarferðum með gesti. Núna framundan er ein stærsta sýningin í þessum geira er ég starfa í sýningin kallast IBC og er haldin í Amsterdam. Ætlunin er að vera frá 5. til 10. n.k. í Hollandi. Þarna koma um 40.000 gestir og eru 1200 fyrirtæki að sýna vörur sýnar og þjónustu. Ekki spillir fyrir góður matur á stöðum eins og næturverðinum og El Torado.

Undirbúningurinn undir þetta er búin að vera ansi strembin og ekki nærri séð fyrir endann á þessu en þetta er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt ferli að sjá hvað þarf að plana fyrir svona sýningu.

Eftir að þessari ferð lýkur þá flýg ég til Atlanta þann 10. og verð þangað til mæðgurnar koma heim af fróni þann 22. Ætlunin er að aðstoða BNA arm fyrirtækisins á þessum hálfa mánuði.

Í ljósi þess að þessi pistill hafði fyrirsögnina „Tæknin“, þá verð ég bara að nefna þá snilld er mér barst í hendurnar í byrjun viku. Það voru forláta þráðlaus heyrnartól frá Sennheiser sem draga allt að 150 mtr. fjarlægð. Takk fyrir mig mamma :)

Sennheiser RS140

Ekki má heldur gleyma snilldinni frá Simplifymedia sem að leyfir þér að njóta þess að hlusta á iTunes safn vina eða þitt eigið yfir netið án mikillar fyrirhafnar.

Núna get ég setið tengdur þráðlausu neti og spilað tónlist af tölvum úr hafnarfirði og breiðholti í þráðlausu heyrnartólunum.

Categories: Tæknipistlar

Helgin

ágúst 27, 2007 4 ummæli

Jæja, það hætti loks að rigna á föstudaginn og þá var hægt að njóta lífsins meira. Á föstudeginum hafði planið verið að fara með gestunum í bæinn, en þar sem Solla vaknaði öll hálf úrill og erfið ákvað ég að vera heima með hana, hélt að hún væri bara orðin lasin. Gestirnir fóru því ein í bæinn og við mæðgur vorum heima að leika og taka til. Um kvöldið fór svo öll strollan að borða á „the golden ball“ (hljómar rosalega glamourus, en er í raun bara kósý sveitapöbb), fengum hinn fínasta mat og Solla fékk að valsa um staðinn að vild. Í einu hliðarherberginu á pöbbnum var dekkað c.a. 10 manna borð og fullskreytt jólatré var líka þar, það fannst Sollu mjög merkilegt og var alltaf að kíkja þangað inn og koma svo til okkar og segja frá þessum merkilega hlut.

Á laugardeginum vorum við litla fjölskyldan komin í garðverkin um níuleytið um morguninn, geri aðrir betur. Vorum bara stutt, en það var alveg rjómablíða, sól og hiti þannig að það var mjög notalegt að vera úti. Um þrjúleytið röltum við af stað í smá partý sem haldið var hér í bænum. Vinnufélagi Óskars bauð okkur í „drinks og tapas“, við ákváðum að taka Sollu bara með okkur og það var í góðu lagi. Hún steinsofnaði á leiðinni og svaf í skugganum í garðinum hjá gestgjöfunum meirihluta partýsins. Þetta var voða rólegt og kósý garðpartý, við héldum að þetta ætti að vera partý fyrir vinnufélagana en svo var víst ekki, heldur var þetta samtíningur af fólki úr ýmsum áttum og löndum, Íslandi, Spáni, Suður-Afríku, Írlandi og Bretlandi. Góð stemmning og fínar sangríur :)

Ég fór svo út að hjóla seinnipart laugardagsins, tók smá rúnt um bæinn. Veðrið var alveg æðislegt, heiðskýrt og hlýtt. Ég hjólaði upp á smá hæð sem er hérna í bænum og þar blasti við alveg geggjað útsýni, og til að toppa þetta postcard moment þá var loftbelgur á sveimi. Lífið er mjög ljúft hérna í sveitinni hjá okkur.

Á sunnudeginum var öllu liðinu smalað út í bíl og ákveðið að keyra til Dartford, Kent og fara í Bluewater mallið. Fengum smá sightseeing um London í leiðinni þar sem við báðum „navmanninn“ að vísa okkur leiðina til Bluewater án þess að þurfa að borga vegatolla á leiðinni. Við fórum því í gegnum hluta London og keyrðum meira að segja undir Thames. Einu innkaupin í mallinu voru sólgleraugu og þessi fíni hattur á Sollu, en það er mjög gaman að koma þarna og nóg úrval af búðum. Sólveigu litlu finnst sko ekki leiðinlegt að fara í búðir og aðal sportið er að fá að máta eitthvað, hún var alveg að tapa sér úr gleði í Gap þegar ég leyfði henni að máta dúnúlpu.

Við vorum svo heppin að þessi helgi var „bank holiday weekend“ sem þýðir að dagurinn í dag var líka frídagur. Óskar keyrði gestina út á flugvöll og svo vorum við bara heima í rólegheitum í dag, Solla litla er komin með smávegis í eyrun þannig að við ákváðum að vera bara heima.

Categories: Fréttir

Ert’að segja satt, áttu nýjan hatt?

ágúst 26, 2007 2 ummæli

Solla fína

Categories: Uncategorized

Mér finnst rigningin góð………..

It’s raining men og öll hin regnlögin eiga mjög vel við þessa dagana.  Með öðrum orðum þá er veðrið búið að vera frekar leiðinlegt þessa vikuna, rigning og rok alla daga.  Svokallað Grindavíkurveður er mér sagt :) .  Við erum því búin að vera mikið inni að hafa það gott, horfa á sjónvarp og taka blund yfir daginn.

Sólveig Ósk fór sína tvo leikskóladaga þessa vikuna og gekk alveg svakalega vel.  Engin tár þegar ég skil hana eftir á morgnanna, það er frekar að það komi tár þegar hún á að fara heim.  Það er bara svo mikið fjör að leika við krakkana.    Svo erum við ekki frá því að þessir fáu leikskóladagar hafi haft einhver áhrif á málþroskann, hún talar yfirleitt út í eitt en núna eru komin orð sem við skiljum bara ekkert hvað hún meinar.

Planið fyrir helgina er að túristast aðeins ef veður leyfir.

Categories: Fréttir

Helgin

ágúst 20, 2007 2 ummæli

Jamm, við höfum ekki verið dugleg að blogga um helgina, enda búin að hafa nóg að gera. Gestirnir komu á föstudagskvöld með nammi handa okkur, þannig að við erum búin að liggja í stofusófanum með kúlusúkk í annarri og þrista í hinni (roop). Svona að öllu gamni slepptu þá erum við búin að sýna ömmunni og afanum það sem helsta í nágrenninu. Á laugardeginum var farið í bæinn, aðeins labbað um miðbæ Cambridge og svo fórum við í bíltúr til Ely. Veðrið var ekki það gott að það væri hægt að vera mikið úti. Búið að rigna verulega um helgina.

Á sunnudagsmorgninum fékk Sólveig Ósk Tescobæklinginn í hendur og staðnæmdist á síðunni með dúkkukerrunum. Þar kom nýtt orð í orðaforðan „dúkkukerra“ og var það endurtekið nokkuð oft. Svo bættist við „kaupa dúkkukerru“ og var það endurtekið líka oft. Þegar afi Hallbjörn kom svo niður þá sagði mín kona hátt og snjallt „afi kaupa dúkkukerru“. Það var að sjálfsögðu ekki hægt að neita svona fallegri bón, þannig að afinn og pabbinn voru sendir í Toys’r’us. Hér má sjá stoltu mömmuna eftir göngutúr í dag.

mamma litla

Í dag fór Óskar að vinna og ég fór með gestina í bæinn. Tókum strætó og skoðuðum miðbæinn áfram og fórum í nokkrar búðir.  Dagurinn endaði svo á dinner á lókal pubbnum.

Að lokum viljum við stórfjölskyldan óska Örvari til hamingju með gærdaginn (húrra húrra).

Categories: Fréttir

Leikskóladagur 3

ágúst 17, 2007 8 ummæli

Nei nei, ég ætla ekki að byrja allar komandi færslur á leikskóla-eitthvað. Þetta er sú síðasta I promise. Aðlögun er s.s. lokið og Solla má byrja af fullum krafti í næstu viku, ég skildi hana eftir í tæpan klukkutíma í dag. Hún stóð öskrandi í glugganum þegar ég fór en hætti því víst fljótlega. Fékk allavega góða einkunn í dagbókina.  Hér má sjá fyrsta listaverkið sem hún kom með heim.

listaverkið

Deginum var svo varið í að taka til og undirbúa komu gestanna sem ættu að vera á leiðinni as we speak. Klyfjuð kúlusúkki og fleira góðgæti geri ég ráð fyrir ;)

Categories: Fréttir
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.