Archive

Archive for janúar, 2009

Tiltekt og tækni

janúar 31, 2009 2 ummæli

Í dag tókum við til hérna heima, ákváðum að reyna að vera sem mest inni í ljósi þess að Sólveig virðist nokkuð mikið kvefuð og hóstar töluvert líka. Í ljósi sögunnar væri það týpískt að hún yrði lasin meðan ég væri í Stockholm.

En við ákváðum að skreppa í Homebase að kaupa sitt lítið af hverju, en við fundum ekkert af því sem okkur vantaði, einnig fannst ekki það sem okkur vantaði ekki.

Einnig var farið í Pcworld og keypt forláta tölva. Hún þolir þau undur að á hana sé sullað vatni og allt að 100 Kg. þrýsting á lokið sem þýðir að 2 af 3 heimilismeðlimum geta staðið ofaná henni (já jafnvel í einu.. Svona vélbúnaður hefur lengi verið á óskalistanum en þetta hefur alltaf verið utan fjárlaga sökum verðs (1600-2200 pund). En núna vildi svo vel til að þessi dýrð var til á 599 pund á útsölu. Hér ber að líta mynd af gripnum. Áhugasömum er bent á Youtube videó af henni hérna

Panasonic CF-Y7

Við skruppum í B&Q og fundum þar verkfæri og ýmislegt sem okkur vanhagaði um.  Eftir þessa ferð fórum við heim og borðuðum forláta sítrónu- og gulrótarkökur. Ég setti filmu í gluggann á fataherberginu. Núna er hægt að fara inn í fataherbergi á morgnana að strauja án þess að trufla umferðina.

Kvöldið endaði á Regginas í Botley. Maturinn var hreint út sagt frábær.  Læt fylgja með hérna gamla mynd tekna í Botley um miðja síðustu öld.

Mynd fengin að láni frá Francisfrith.com

Categories: Fréttir, Tæknipistlar

London úr lofti.

janúar 29, 2009 3 ummæli

Á ferðum mínum um lýðnetið rakst ég á þessa síðu hérna með flottustu myndum sem ég hef séð af London úr lofti. Svona í ljósi þess að vor er í lofti fljótlega. Janúar hefur liðið alveg ótrúlega hratt, mér finnst sem í gær hafi verið þegar við elduðum hérna sænska hangiketið. Kíkið á myndirnar á tenglinum hér að ofan þær eru sannarlega þess virði að eyða nokkrum mínútum í.

London úr lofti.

Mynd fengin að láni af vef BBC.

Categories: Fréttir

Nokkur Sollu gullkorn

Solla er alltaf að æfa sig að telja, einhvern tíman taldi hún á íslensku „ellefu, tölvur, þrettán…“.  Eitthvað kvöldið var hún að telja fyrir mig og sagði „nine, ten, eleventeen, twelveteen, …… uuuh,  fourteen“.

Við erum líka aðeins byrjuð að kíkja á stafina, fyrsta skrefið er að læra hver á hvaða staf.  T.d. að hún á S og pabbi Ó o.s.frv.  Við vorum að skoða stafabókina og komum að stafnum i.  Það er stafurinn hans Ísaks þannig að ég spurði Sollu, „Hver á þennan staf?  Íííííí……“ hún var ekki alveg að kveikja þannig að ég hélt áfram „Íííííssss…..“ og þá botnaði hún strax „Ísbjörg!“.

Þessa dagana virðist Solla vera alveg sannfærð um að hún sé að fara að eignast litla systur sem muni fá nafnið „Litla Solla“.   Okkur foreldrunum er kynnt reglulega hvað við þurfum að kaupa fyrir litlu Sollu, t.d. þarf hún kerru, rúm og fleira sem „stóra Solla“ finnur fyrir okkur í Tesco bæklingnum.  Svo er alveg ákveðið að litla Solla fer með stóru Sollu á leikskólan.   Eitthvað eru foreldrarnir samt tregir í taumi við þetta, þannig að einn daginn á leiðinni heim af leikskólanum var kom eftirfarandi tilkynning úr aftursætinu: „Litla Solla is in my tummy!“.  Þannig að við bíðum spennt.

Söngleikjaóða mamman var einhvern tíman að sýna Sollu myndbönd á youtube, upphafið af þessu var að ég var að kenna henni að syngja „happy talking talking happy talk“ úr South Pacific.  Við fundum það lag á youtube og vorum svo að skoða fleiri lög úr sömu kvikmynd.   Solla féll alveg fyrir þessu lagi hér (myndband).  Sat alveg dáleidd og horfði aftur og aftur, fór svo að skellihlæja og sagði „She´s got a man in her hair, hahahahaha“.   Nokkrum dögum seinna var hún svo að koma úr baði dansaði um, ruglaði á sér hárinu og söng „Wassa man outa my hair“.

Categories: Fréttir

Helgin…………

Á föstudagskvöldið. Tókum við því bara rólega, við Sólveig fórum í matarbúð og fjárfestum í línuýsu. Beggó vann aðeins frameftir. Þegar heim var komið djúpsteiktum við fiskinn á pönnu og bárum með því franskar kartöflur (stundum þarf jú að heiðra matargerð innfæddra.).

Laugardagurinn var rólegheitadagur og við vorum heimavið mest allan daginn að taka til og ganga frá nýja fataherberginu okkar. Fengum loksins slár í það, jafnvel spurning um að setja inn myndir fljótlega.  Um hádegisbilið rann umslag inn um bréfalúguna og innihélt það bréf sem tilkynnti að Solla hefði komist inn í skólann sem við settum sem fyrsta val í umsóknarferlinu.

Það er að sjálfsögðu mikil hamingja með það á bænum, enda um „outstanding“ skóla að ræða skv. yfirvöldum.  Við eigum reyndar eftir að fá svar frá öðrum „outstanding“ skóla hér í nágrenninu, en ætlum að þiggja þetta pláss samt sem áður.  Seinni partinn fórum við í matarbúð í stórinnkaup fyrir næstu viku og enduðum kvöldið á Fajitas með nautakjöti.

Sunnudagur rann upp sætur og fagur, það rigndi eins hellt væri úr fötu og rúmlega það. Von var á Sam vinkonu Sólveigar í heimsókn. Um eittleytið kom Sam í hús og stoppuðu foreldrarnir í smástund og sjá hvernig Sam litist á sig að djáknastræti.  Sam var í góðum gír þannig að foreldrarnir fóru fljótlega.  „Sollas mummy“ hélt uppi skemmtiatriðum og fékk nú að sjá hvernig er að eiga tvö börn.   Sam datt niður stigann hjá okkur með miklum tilþrifum þannig að ég þurfti að taka smá tíma í að hugga hana, við það var fröken Sólveig frekar afbrýðisöm og setti upp skeifu og tilkynnti að hún hefði líka meitt sig.   Heimsóknin gekk annars vel og þegar mamma hennar Sam kom að sækja hana, vildi hún alls ekki fara heim.

Nú er enn ein vikan byrjuð og það helsta þessa vikuna er að Solla er að fara í fyrsta sinn til tannlæknis á morgun.  Verður spennandi að sjá hvernig það fer.

Í tækinu í kvöld er stórmyndin Willow (1988).

Willow Cover

Categories: Fréttir

Emmy partur 2

janúar 24, 2009 1 comment

Í gær rétt áður en styttan fór í public hjá okkur. Þá fékk ég kollega mína til að mynda mig með styttuna. Ekki á hverjum degi sem Emmy fær Óskar(sverðlaun). Hér er tengill sem sundurliðar þau verðlaun sem fyrirtækið hefur fengið. Þeir sem vilja lesa sér almennt til um Emmy verðlaun er bent á Wikipedia síðuna.

Óskar heldur á Emmy

Categories: Fréttir, Tæknipistlar

Emmy verðlaun

janúar 21, 2009 6 ummæli

„Tech & Engineering Emmy Winners……. Tandberg Television and DirecTV won the Pioneering Development of MPEG-4AVC systems for HDTV Awards.“Emmy verðlaun

Mér skilst að það verði boðið uppá kökur og kampavín n.k. föstudag vegna þessa í mötuneytinu.

Categories: Fréttir, Tæknipistlar

Pistill

janúar 19, 2009 1 comment

Undirritaður skilaði sér að venju seint og um síðir á föstudagskveld með næstsíðasta flugi frá Stockholm. Allt gekk á afturfótunum við það að komast heim, slys hafði verið á lestarteinunum þannig að öllum „Arlanda Express“ lestarferðum hafði verið „cancellað“. Við rétt náðum út á flugvöll í leigubíl.

Ég var varla komin inn úr dyrunum á föstudagskvöldið þegar við Beggó heyrðum umgang uppi ég rýk af stað og hleyp upp á aðra hæð, minnstu mátti muna að ég hlypi ekki Sólveigu um koll í þessum hamagangi. Hún var skelfingu lostin eitt augnablik en svo kveikti hún á perunni að umræddur aðili ætti heimili þarna.

Laugardagurinn var rólegheitadagur. Við leyfðum Beggó að sofa út meðan við stúderuðum teiknimyndir og morgunmat. Ekki vildi betur til en þegar mæðgurnar voru búnar að baða sig og gera fínar að húsbóndinn hafði bara lognast út af og svaf svefni hinna réttlátu.

Eftir hádegi var svo ákveðið að fara í vísindaferð, stefnan hafði verið tekin á Portsmouth, við lögðum við ströndina og gengum þar meðfram í bæinn. Sólveig horfði dáleidd á öldurnar berja á varnargarðinum. Alveg merkilegt hvað hún er hrifin af sjónum ætíð.Þegar í bæinn var komið fórum við á kaffihús og fengum okkur heitt súkkulaði og köku. Svo fékk Sólveig að skella sér í hringekju við mikinn fögnuð.Sólveig í hringekju Sunnudagurinn var líka rólegur, Beggó fékk aftur að sofa út en að þessu sinni tókst mér að halda mér vakandi. Ákveðið hafði verið að fara í bæinn að kaupa gúmmístígvél handa fröken Sólveigu. Einnig átti ég nýstyttar gallabuxur frá Leví Strauss nokkrum, sem þótti tilvalið að sækja í þessari sömu ferð.

Helginni lauk svo með heimabökuðum pizzum að hætti hússins.

Categories: Fréttir
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.