Archive

Archive for mars, 2009

The Broadcast Club

Í gærkveldi var haldið til Westbourne á Karrýkvöld með úrvalsliði snillinga. John Bartlett, Barry Williams, David Bush, Mark(Guðfaðirinn) ásamt undirrituðum. Fyrsta stopp var pöbbinn „Stags Head“ þar fengu menn fordrykk og ákváðu að spjalla saman um atburði liðinnar viku.

Næst var haldið á „Spice Cottage“ sem er eins og áður segir á #100 yfir indverska veitingastaði í LB (litla bretland). Maturinn var frábær eins og síðast.Ákveðið hefur verið að reyna að halda þessum atburði á dagskrá einu sinni í mánuði.

Í liðinni viku skrapp ég á IPTV World Forum. Mér sýndist á öllu að minna væri af fólki heldur en í fyrra og árið þar á undan. Einnig sýndist mér vera færri fyrirtæki í fljótu bragði. Það var gaman að hitta gömlu vinnufélagana úr Cambridge og úr varð að ég fór út að borða með þeim á Thailenskan veitingastað sem heitir því frumlega nafni „Blue Lagoon“.

The Broadcast Club

Categories: Fréttir

Sollusögur

mars 28, 2009 2 ummæli

Ég:  Ég elska þig Solla

Solla:  I love pabba

Ég:  Ekki mig?

Solla:  Nei, bara pabba

Ég:  Þú getur alveg elskað okkur bæði

Solla:  Nei, I only love pabba

Ég:  (voða sár)  Ekki mig?

Solla: (orðin þreytt á þessari needy kerlingu)  Daddy loves you, you know daddy, Oskar!

Jú jú, ég kannaðist við Óskar og verð að sætta mig við þetta.

Við morgunverðarborðið er Solla öll á iði.

Ég:  Þarftu að pissa

Solla:  Nei

Stuttu seinna.,  Solla:  Oh no!!

Ég:  Ertu búin að pissa í buxurnar?

Solla:  Nei.   (smá þögn).   Ég pissaði í kjólinn!

Categories: Fréttir

Nú verða sagðar fréttir

mars 25, 2009 3 ummæli

Síðustu vikur hefur Sólveig tekið „móðurhlutverkið“ af mikilli alvöru.  Hún á tvær dúkkur, sem hétu Sigga litla systir og Guðrún.  Fyrir stuttu ákvað Solla að breyta nafninu á Guðrúnu í Litla Sólveig.  Örugglega svipuð pæling og „mini me“.   Svo eru heilmiklar æfingar við umönnun, litla Sólveig sefur í körfu við hliðina á Sollu rúmi, um miðja nótt er körfunni svo rúllað inn til okkar foreldrana og búið um Sollurnar tvær á milli okkar.   Það er heilmikið dúllerí við það, settur koddi fyrir litlu Sólveigu, lítill bangsi í fangið og svo sæng og teppi yfir.  Stóra Solla laumar sér svo undir sæng hjá mömmu sinni.   Einhvern morguninn vaknaði Óskar við skerandi óp „Nooooo, daddy!  Your’e squishing everybody!!“.  Honum hafði þá orðið á að velta sér á hina hliðina og ofan á litlu Sólveigu og bangsann.  Það var ekki vinsælt.

Við erum annars bara í góðum málum, síðustu helgi var sól og um 15 stiga hiti, þannig að við þvældumst aðeins um nágrennið.  Byrjuðum laugardaginn á því að fara í afmæli hjá skólasystur Sollu, afmælið var haldið í fimleikahöll í Portsmouth.  Við komum reyndar allt of seint, þar sem það var heimaleikur hjá Portsmouth þann dag og allir og ömmur þeirra á hraðbrautinni.  En við náðum samt nokkrum trampólínstökkum og kökum.

Á sunnudaginn fórum við til Whiteley, skoðuðum aðeins í búðir og fórum svo í göngutúr  á mjög flottu svæði með tjörn, gosbrunni og fullt af „selum“ (Solla var ekki að ná muninum á svönum og selum).  Við fórum svo á róló og í göngutúr á maís-akri, mjög sumarlegt og skemmtilegt.   Myndir koma vonandi fljótlega.

Categories: Fréttir

Allt að smella

mars 6, 2009 5 ummæli

Þá er allt að verða tilbúið fyrir heimferð.   Solla er alveg á yfirsnúningi af spenningi yfir því að hitta….. straubrettið sitt.  Ég er s.s. að koma að hitta ættingja og vini, en hún ætlar sér að vera heima að strauja allan tímann held ég.

Það er annars búið að vera pilsavika þessa vikuna, á hverjum morgni eru slagsmál um að koma henni í buxur, en ekki pils.  Þá kemur stóra skapið hennar vel í ljós, oft mætir hún eldrauð og útgrátin á leikskólann á morgnanna.  Eftir daginn er þetta hins vegar gleymt og hún er ljúf sem lamb.

Trausti er í heimsókn hjá okkur núna og ætlar að passa Óskar fyrir okkur um helgina.  Solla er mjög hrifin af honum og hann fékk stórt knús frá henni áður en hún fór að sofa.  Þegar við vorum lagstar upp í hjónarúm leit hún í kringum sig og sagði „Trausti má sofa hér! og pabbi líka“, hún er svo góð og vill ekki skilja neinn út undan. :)     Einhvern morguninn þegar við fjölskyldan lágum öll í rúminu sagði hún „There are lots and lots of people in mommy´s bed“.  Hefði nú alveg mátt misskilja það, og kannski ágætt að þetta var sagt við þetta tilefni en ekki í fjölskylduboð.

En, góðir Íslendingar, sjáumst fljótlega :)

Categories: Fréttir

Rúning

mars 1, 2009 2 ummæli

Í gær fór hele familien í klippingu, um að gera að gera sig fín fyrir yfirvofandi Íslandsferð.   Óskar var snoðaður heima, Solla fór á fínu barnahárgreiðslustofuna í Hedge End og ég fór í bæinn og heimsótti Toni&Guy.   Þannig að við erum öll orðin voða fín og sæt.

Í morgun tókum við daginn snemma og vorum mætt í IKEA við opnun, búðin var alveg full af fólki og brjálað að gera á öllum vígstöðvum.  Þannig að við tókum bara smá rúnt þarna og enduðum svo í matarbúðinni og keyptum sænskt góðgæti, bruður og kókosbollur.  Sólveig fékk svo ís áður en heim var haldið þar sem hún lenti í þeirri leiðinda reynslu að týna litlu Fairy-dúkkunni sinni (lítil tuskudúkka sem fylgdi með náttfötum).  Hún hafði verið með hana í höndunum allan tímann, en svo var hún allt í einu týnd.  Það þurfti aðeins að syrgja þetta og ísinn sló á sorgina.

Eftir hádegi drifum við okkur svo í sveitina að hitta Oso vin okkar og systur hans, Lunu, sem var sótt í gær.   Barði (Barry) var einn heima með „börnin“ og í góðum gír.  Við hlupum aðeins um með hundunum úti og  fórum svo inn í te og kökur.    Þau búa í götu þar sem allir íbúar eiga hund, þannig að það voru náttúrulega allir úti með hundana sína, sem fór ekki mjög vel í Sollu litlu.  Hún er frekar hrædd við hunda ennþá og hékk á okkur foreldrunum til skiptis.    Myndavélin var að sjálfsögðu tekin með, en þegar kodak-moment númer eitt brast á, kom í ljós að vélin var rafmagnslaus :(    Aðdáendur okkar verða því að bíða aðeins lengur eftir myndum af okkur.  Sowwy!

Categories: Fréttir
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.