Sarpur

Archive for ágúst, 2009

Óléttufréttir

ágúst 29, 2009 2 ummæli

Núna er ég komin 26 vikur og allt hefur gengið mjög vel.   Eina „vandamálið“ hefur verið mjög lágur blóðþrýstingur, en þar sem ég stend í fæturna án vandræða svona dags daglega þá hefur ljósmóðirin litlar áhyggjur af því.  Ég hef svo verið dugleg að borða lakkrís þannig að þetta sígur upp á við smám saman.    Að öðru leyti er allt í góðu, ég mæli reyndar ekkert sérstaklega með því að vera ólétt og búa á þremur hæðum, en ætli ég flytji mig ekki bara niður á neðstu hæð síðasta mánuðinn :)

Sem fyrr er ég alveg steinhissa á frábærri þjónustu breska heilbrigðiskerfisins, ég reyndar er svo heppin að búa mjög nálægt „slumminu“ í Southampton, þ.e. þar sem mest er af félagslegum íbúðum.  Þ.a.l. er ég í prógrammi sem er sérhannað fyrir fólk sem þarf mikinn stuðning á meðgöngunni.  Það er s.s. teymi af 6 ljósmæðrum sem sér um svæðið,  það er sama ljósmóðirin sem sér um allar mæðraskoðarninar mínar, verður viðstödd fæðinguna og sér um heimaþjónustuna.  En ef mig vantar eitthvað og hún er ekki á vakt, þá er ég með númer sem ég get hringt í 24/7 og einhver af hinum aðstoðar mig þá.    Ljósmóðirin kemur heim til að framkvæma mæðraskoðanirnar og þar sem ég vinn allan daginn kemur hún annaðhvort mjög snemma á morgnanna, seint um eftirmiðdaginn eða um helgar.  S.s. svo ég þurfi nú ekki að missa neitt úr vinnu.  Þannig að ég er mjög sátt við þetta allt saman og þetta gengur vel.

Ég hef ekki tekið eina bumbumynd á þessari meðgöngu, fann það út í samtali við góða vinkonu að það er greinilega ekkert merkilegt við að eignast barn númer tvö.   Ég get s.s. ímyndað mér að ég sem þriðja barn hafi verið algert yesterdays news þegar ég fæddist :).  En ég kannski tek mynd við tækifæri, fljótlega.

Categories: Fréttir

Stórir dagar

ágúst 28, 2009 2 ummæli

Í dag var síðasti leikskóladagur Sollu og eftir rúma viku byrjar alvara lífsins, þ.e. skólinn.   Solla mætti s.s í morgun með kökur handa öllum og fínt þakkarkort handa starfsmönnunum.  Dagurinn var víst mjög skemmtilegur, pakkaleikur, andlitsmálning og blöðrur.   Þegar við sóttum hana knúsaði hún alla í bak og fyrir og óléttar mömmur áttu bágt með að halda aftur tárunum :)   En hún var alsæl með áfangann, settist inn í bíl og sagði: „Nú er ég orðin stór!!!“.

Á morgun koma svo amma Björg og afi Þórður og ætla að vera au-pair-ur hjá okkur í næstu viku.  Þau koma einnig með 16 kg af ungbarnadóti sem ég hlakka mjög mikið til að fá.  Það er bank holiday weekend hjá okkur, sem þýðir að það er frí á mánudaginn þannig að við getum farið eitthvað á flakk með gestunum.

Categories: Fréttir

Myndir

Sólveig töffari

Solla í góðum gír á leið út, í treyjunni frá Santiago De Compostela. Um daginn spilaði ég hérna rokktónleika af DVD disk og viti menn Sólveig spratt á fætur eins og byssubrennd og mundaði bleikan gítar fyrir framan sjónvarpið og rokkaði eins hún hefði aldrei gert annað.

Brighton Pier
Vonbrigði sumarsins, var ferðin til Brighton. Skítapleis eins og skáldið kvað. Ekki einu sinni hægt að fá bílastæði. Ég smellti þessari mynd út um bílgluggann. Ég snéri uppá mig og tjáði farþegunum að ég hygðist ekki stoppa í þessari holu, við mikinn fögnuð.Séð frá Nybro kajanum yfir á Strandveginn.
Strandvegurinn séð frá Nybrokajanum. Spegilsléttur sjór og hvaðeina. Spurning hvort maður fái að sjá þetta einu sinni enn áður en fyrsti snjórinn fellur.

Bílastæðahús í Guildford
Hér ber að líta bílastæðahús sem búið var að sprengja nokkuð nákvæmlega fyrir í Guildford. Frægust er Guildford fyrir söguna af „The Guildford Four“ sem menn gerðu kvikmyndina „In the name of the father“ um. En fyrir mér er þetta stysta leið til að komast á Byron hamborgarahús.

Kerry Catona
Núna ætti að vera óhætt að snúa heim. Kerry Catona farinn frá „Iceland“. Þetta var hæst á baugi eftir fréttir helgarinnar af því að hún hefði verið mynduð við að innbyrða eiturlyf á myndbandi. Í vinnunni var þessu snúið upp á kreppuna, ég sagði þeim að í núverandi efnahagsástandi þá hefðu þjóðin ekki efni á því að greiða fyrir snjó frá Bólivíu ofaní Kerry.

Categories: Fréttir

Ísland

ágúst 20, 2009 2 ummæli

 Strokkur
Alveg væri ég til í grillaða SS pylsu uppí sumarbústað.
Busl í heita pottinum.
Ég væri til í að horfa á Strokk að kvöldlagi þegar allir ferðamennirnir eru horfnir á braut.

Ljósmyndin var tekin í sumarfríinu 2007. Þegar við keyrðum of marga kílómetra á of fáum dögum

Categories: Fréttir

Öppdeit

ágúst 13, 2009 4 ummæli

Já við erum hér enn.  Svosem ekki mikið að gerast hjá okkur.   Óskar var ekki fyrr búinn að skrifa þennan hjartnæma kveðjupistil til Stokkhólms, en hann var mættur upp í flugvél á leið þangað aftur.  Ævintýrið er semsagt ekki búið í bili, en þetta er víst vinnan hans og við verðum bara að vera jákvæð.   Aðalkosturinn við þessar Svíþjóðarferðir er að sjálfsögðu birgðirnar af saltlakkrís sem hann ber milli landa handa spúsu sinni.   Ljósmóðirin mín var alveg í skýjunum eftir síðustu blóðþrýstingsmælingu þar sem ég hafði loksins hækkað í þrýstingi, og ber helst að þakka það miklu saltfiska og heksehyl áti helgina áður.

Sólveig er orðin stór, að eigin sögn og skilur ekkert af hverju hún er ekki byrjuð í stóru stelpu skólanum.  Máli sínu til stuðnings stendur hún upp í rúmi hjá okkur á hverjum morgni og segir „Look!  Ég er mikið stór!“.  En það fer að styttast í þetta.   Hún spyr mig líka reglulega hvort barnið hafi „popped out“, en hún þarf að bíða aðeins lengur eftir að það gerist.

Categories: Fréttir
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.