Sarpur

Archive for febrúar, 2010

Sollusögur

febrúar 25, 2010 6 ummæli

Solla hefur mjög oft á þessari önn komið heim með viðurkenningar úr skólanum, yfirleitt eru þetta lítil gul blöð sem búið er að skrifa á „You are a superstar“ eða „Well done“.  Einn daginn kom hún heim með svona viðurkenningu, en í þetta sinn var blaðið hvítt.  Hún var ekki alveg sátt en hafði nú ekki mörg orð um það.  Seinna um daginn skrapp ég aðeins út og þegar ég kom til baka var Solla búin að lita yfir allt blaðið með gulum tússlit og var mjög stolt af sjálfri sér.   Rétt skal vera rétt.

Amma Björg gaf Sollu stafabók þar sem allir samhljóðarnir eru útskýrðir.  Þetta er mjög vinsæl bók og hefur örugglega hjálpað mikið til hvað Solla er að standa sig vel í skólanum.  Á einni blaðsíðunni er svo farið yfir sérhljóðana, Solla þekkti þá alla en var ekki alveg klár á broddstöfunum.   Hún benti mér á „A“ og sagði „Þetta er A, eins og í api“ svo benti hún á „Á“ og spurði hvað þetta væri.  „Þessi heitir Á“ sagði ég og hún var þá fljót að segja „Á, eins og í Ápi!“

Solla og Óskar fóru í búð einn laugardagsmorguninn að kaupa sjónvarp í gestaherbergið.  Sjónvarpið kom í stórum kassa, sem var settur í aftursætið þannig að Solla þurfti að sitja framm í á heimleiðinni.   Það var alveg meiriháttar sport og hún kom heim eitt sólskinsbros og sagði „Mamma, það var svo stór kassi í sætinu mínu að ég þurfti að sitja aftaná!!“.   Við gerðum margar tilraunir til að leiðrétta hana og segja að hún hefði setið frammí.  Seinna um daginn var svo farið aftur út og í þetta sinn sat hún á sínum stað í aftursætinu og grét fögrum tárum og gólaði reglulega „Ég vil sitja aftanáááá!“.

Í skólanum var verið að læra orð sem innihalda „ng“ og „nk“ og voru setningarnar „A thing on a string“ og „I think I stink“ notaðar sem dæmi.  Solla var að segja okkur frá þessu og svo vorum við að reyna að bera þetta fram en Solla leiðrétti okkur stöðugt „nei nei nei nei, you have to say it properly, listen to me, ei fíng on ei stríng“ og sama hvað við Óskar reyndum aldrei var þetta nógu gott.  Við verðum semsagt að treysta á Sólveigu með framburðaræfingar.  Hugsa að næsta setning verði „The rain in Spain stays mainly in the plain“.

Categories: Fréttir

Lundúnaferð

febrúar 19, 2010 Færðu inn athugasemd

Á föstudaginn í síðustu viku var fyrsti dagur vetrarfrís hjá Sollu.  Við ákváðum því að bregða undir okkur betri fætinu og skreppa til London, hele familien.  Tilgangur ferðarinnar var að fara í íslenska sendiráðið og sækja um passa fyrir Pétur Þór.  Við tókum lestina, enda lang þægilegast að taka lest þegar tvö ung börn eru með í för.

London </p> <p>Ferðin Hedge End - London Waterloo tekur rúman 1 og hálfan tíma.  Börnin okkar voru að sjálfsögðu eins og englar alla leið, Pétur svaf nánast alla leið, vaknaði aðeins til að fá pela.  Solla lék sér með Barnaby (skólabangsa) sem fékk að fljóta með í þessa ferð.    Svo fékk hún að horfa á Grease, borða nestið sitt og tala við okkur.  Lundúnaferðir okkar eru orðnar frekar staðlaðar, þ.e. við lendum á Waterloo og göngum beint út í leigubílaröðina og látum aka okkur að 222 Kensington High Street.  Þar er ofurbúllan Byron Burgers, sem er einstaklega fjölskylduvænn og með bestu borgara í Bretlandi.   Pétur svaf eins og engill alveg þangað til maturinn kom á borðið :), þá þurfti að skipta á honum og halda á honum.</p> <p><a href=

Börnin voru að sjálfsögðu eins og englar í lestinni.  Leiðin Hedge End- London Waterloo tekur um 1 og hálfan tíma.  Pétur svaf meirihluta leiðarinnar og Sólveig lék sér með Barnaby skólabangsa sem hafði fengið að koma með í þessa ferð.  Það er orðið mjög staðlað hvað við gerum í London, við komuna á Waterloo skundum við beint í leigubílaröðina og látum aka okkur að 222 Kensington High Street.  Þar er ofurbúllan Byron Burgers, sem er einstaklega fjölskylduvænn staður og býður upp á bestu borgara Bretlandseyja.  Pétur Þór svaf að mestu leyti þar líka, en lét þó aðeins hafa fyrir sér akkúrat þegar maturinn var borinn á borð. :)

Eftir borgarana var hóað í annan leigubíl og ekið sem leið lá í sendiráðið.  Þar var nú bara heimilislegt og þægilegt,  og hófst svo ferlið „að taka mynd af Pétri“.   Myndavélin er inní í járnsúlu sem er fest við gólfið, þannig að ekki er hægt að hreyfa hana neitt.  Við þurftum því að reyna að halda Pétri þannig að hann sneri andlitinu beint framan í myndavélina og ekki mátti sjást í þann sem hélt honum.  Nánast mission impossible.   Við fengum þó háan stól og tvær sessur til að tylla honum á og svo var smellt af í gríð og erg.   Myndaforritið sem er notað við þetta er líka einstaklega picky og vildi ekki samþykkja neina mynd, þær voru ýmist of hreyfðar, eða höfuðið á Pétri í „rangri stöðu“, augun á vitlausum stað (í rammanum þ.e., ekki andlitinu).  Eftir maaaargar tilraunir sagði forritið loksins já við mynd þar sem hann var allur krumpaður, með lokuð augun og að byrja að gráta.  Þá sögðum við foreldrarnir nei og fjörið hélt áfram.   Að lokum náðist svo fín mynd af honum með opin augun og smá bros.   Að þessu loknu var kominn tími til að halda heim á leið, við keyptum fyrst upp sælgætisbirgðir sendiráðsins.  Þau voru með afganga frá jólaballinu sem Íslendingafélagið í London var að selja, við keyptum nánast allt sem var til og á ég von á þakkarbréfi frá Íslendingafélaginu fyrir veittan stuðning.  Þau ættu að geta haldið fínt þorrablót núna fyrir andvirði sælgætisins.

Við tókum svo leigubíl á Waterloo, keyptum blöð, kleinuhringi og drykki til að hafa á heimleiðinni og svo var haldið aftur heim til Southampton.  Sem fyrr voru börnin til fyrirmyndar, Pétur svaf og drakk og Sólveig skemmti sér með Barbie-blað.   Hún afrekaði það svo að tala nánast stanslaust alla leið.  Hún er svolítið málglöð þessa dagana og það hefur örugglega tekið á fyrir hana að þegja allan tímann í sendiráðinu þrátt fyrir að margir hefðu reynt að tala við hana :).   Hún steinsofnaði svo í bílnum á leiðinni heim af lestarstöðinni og steinsvaf fram á næsta morgun.

Categories: Fréttir

Fyrir afa Þórð

febrúar 10, 2010 5 ummæli

Pétur Þór 2ja mánaða í farandgallanum sem afi Þórður keypti fyrir Benedikt í Liverpool.

Fyrir afa Þórð

Sólveig Ósk 4 mánaða í sama galla.

4 mánaða

Það er semsagt töluverður stærðarmunur á þeim systkinunum, skv nýjustu mælingum er Pétur Þór orðinn 6,6 kg að þyngd.   Ef þetta heldur áfram þarf ég sennilega að leigja á hann brúðarkjól þegar hann verður skírður :)  En maður kvartar svosem ekki á meðan drengurinn vex og dafnar vel.

Categories: Fréttir

Sjarmör með Pez-kall

febrúar 6, 2010 1 comment

Um daginn sagði Solla mér í óspurðum fréttum að Jake, bekkjarbróðir hennar, hefði sagst ætla að giftast henni.  Ég spurði hana þá hvort hún ætlaði að giftast honum en hún svaraði strax „Nei, you don´t marry when you are lítill“.   Ég varð að vera sammála því.  Jake er annars mikið sjarmatröll með ljósar englakrullur og þegar við erum að labba úr skólanum á daginn á hann það til að koma hlaupandi á eftir okkur og kalla „Solveig, Solveig!!“.  Svo stendur hann skælbrosandi og veifar okkur þegar við erum komin inn í bíl.

Á miðvikudagskvöldið var töframaður með sýningu í skólanum og við mæðgur skelltum okkur þangað.  Það voru nokkrir krakkar úr bekknum líka með foreldrum sínum og við settumst hjá einni af bekkjarsystrum Sollu og mömmu hennar.   Þegar við vorum búnar að sitja í smá stund kom Lukas, bekkjarbróðir Sollu og fór að tala við okkur, hann átti afmæli og var að sýna okkur úr sem hann hafði fengið í afmælisgjöf.   Þegar Luke er að fara heyri ég sagt fyrir aftan okkur „Hello Solveig“ og þar er Jake mættur, með opinn Pez-kall sem hann réttir til Sollu og segir „please have some“.  Hún fer að sjálfsögðu öll í kleinu en fær sér að lokum Pez og sest svo í fangið á mér og „felur“ sig.  Ég þakka því Jake fyrir þetta fyrir hennar hönd og hann fer og sest hjá pabba sínum.   Það voru tvö önnur bekkjarsystkini þarna í kringum okkur, en hvorugu þeirra var boðið Pez.  Eftir sýninguna hitti ég pabba Jakes og við urðum ásátt með að fara að skipuleggja brúðkaupið :)

Þetta kvöld fékk ég líka smá sýnishorn af því hvernig Solla er í skólanum,  litla feimna Solla sem við þekkjum öll er víðsfjarri.  Hún bauð sig m.a.s. fram í að vera sjálfboðaliði hjá töframanninum og stóð sig alveg prýðilega.   Hún var fyrst af þeim sem hann tók upp á svið til sín og langyngst, hinir voru á bilinu 8-12 ára.  Töframaðurinn átti í einhverjum vandræðum með að bera fram nafnið hennar og var stöðugt leiðréttur af bekkjarbræðrum hennar sem sátu á fremsta bekk.

Categories: Uncategorized

Þrjú ár í landi drottningar

febrúar 1, 2010 1 comment

Það eru þrjú ár í dag síðan að ég kom til starfa hjá Amino í Cambridge. Það hefur heilmikið vatn runnið til sjávar síðan þá.

Ég hef lært heilmikið á þessum þremur árum. Séð heilmikið og upplifað. Mér finnst þessi tími hafa verið of fljótur að líða.

Hvað næstu þrjú ár bera í skauti sér hef ég ekki hugmynd um. Við skulum vona að eitthvað spennandi drífi á daga okkar.

Nokkrir hlutir sem má ekki gleyma úr þessari dvöl:
Millies kökur.
Leigubílaferðir of margar og of langar.
Þegar Grímsson kom í heimsókn og keypti 8 skópör.
Dvöl Gumma Butlers í Cambridge sumarið 2007.
Amazon (Þar sem íslendingum þykir skemmtilegast að versla.)
The Eagle, Three Tuns, Robin Hood, The Wrestler, Red House, La Pergola, Regginas, Chutney Joe og gleymum ekki Byron Borgurum og svo Purbani vinum mínum í Botley.

Bretar eru kurteisir en þegar þeir vilja ekki vera það verður framkvæmdin skemmtileg.
Terminal 3 á Heathrow.
Stansted flugvöllur.
Lestarstöðin í Cambridge.
St. Neots lestarstöðin.
Kökubúðin í Hedge End.
Nammibúðin í Lyndhurst.

*Árvökull lesandi benti á að í þennan pistill hefði vantað innkaupaferð á gullskóm í Portsmouth.

Categories: Fréttir
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.