Heim > Fréttir > Foreldrafundur

Foreldrafundur

Í gær fór ég á foreldrafund í skólanum hennar Sollu.   Kennararnir eru alsælir með hana, hún stendur sig sérstaklega vel í því að læra stafina.  Þeim var skipt niður í hópa eftir getu og Solla skaraði svo framúr í sínum hóp að hún var flutt í annan.  Hún er meira að segja farin að skrifa niður orð sem hún heyrir, t.d. kennarinn sagði „this hat is red“ og Solla skrifaði það niður alveg rétt.   Svo er hún stillt og góð, á marga vini bæði stráka og stelpur og henni finnst skemmtilegast að leika sér í hlutverkaleikjum, t.d. dúkkuleik, klæða sig upp og þ.h.  Þannig að þetta leit allt mjög vel út.

Á meðan ég fór á fundinn kom Lucia vinkona okkar og passaði börnin tvö.  Ég hafði sagt við Sollu að hún yrði að hjálpa henni ef á þyrfti að halda.   Það var greinilega tekið mjög alvarlega, því þegar ég kom heim sagði Lucia mér að Solla hefði fylgst mjög vel með henni og látið hana vita ef hún gerði eitthvað vitlaust.  Sú setning sem oftast var sögð var:  „Mamma mín gerir ekki svona!“   Þetta gekk annars ljómandi vel, Solla vanafasta var þó mjög glöð að fá mömmu sína aftur heim og nánast ýtti Luciu út um dyrnar þegar hún var að fara.

Pétur liggur hér alsæll á leikteppinu sínu núna.   Hann er alveg svakalega rólegur og þolinmóður strákur, sem er víst algengt með barn númer tvö.  Það væri örugglega hægt að hafa hann á leikteppinu heilan dag án þess að hann myndi kvarta.   Hann dafnar mjög vel, skv síðustu mælingum er hann 7,4 kg og c.a. 65 cm.

About these ads
Categories: Fréttir
 1. Amma Björg
  mars 27, 2010 kl. 9:58 f.h.

  Gaman að fá fréttirnar.
  Kveðja frá Akureyri

 2. Björg frænka
  apríl 14, 2010 kl. 8:23 f.h.

  Sit hér með mælingar á Axel, hann var 65 cm og 6,7 kg þegar hann var 3 mán : ), 70 cm og 7,5 kg 5 mán? Það stefnir kannski í hávaxinn Pétur!

  Kv. Björg

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Connecting to %s

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.

%d bloggers like this: