Sarpur

Archive for september, 2011

Beðið eftir Brandi

september 14, 2011 1 comment

Þá er ég að detta í 39 vikur og allt að verða tilbúið fyrir Brand-Newman, búið að þvo föt, pakka í spítalatösku og kaupa það sem kaupa þarf.

Stóru börnin eru komin í sitt prógram.  Sólveig er í 1. bekk í Ísaksskóla og líkar mjög vel, hún er í skólakórnum og svo erum við að reyna að koma henni í ballett eða fimleika líka, vona að það gangi eftir.   Annars vill hún sjálf prófa allt, langar í handbolta, fótbolta, ukulele-kennslu, karate og ég veit ekki hvað og hvað, ný hugmynd á hverjum degi.   Hún er mjög sátt hérna í nýju íbúðinni, búin að eignast tvær vinkonur í blokkinni og ætlar að eigin sögn að búa hér alltaf!

Pétur er byrjaður á leikskóla og það gengur alveg svakalega vel.   Við rétt svo náum að klæða hann úr útifötunum á morgnanna áður en hann slítur sig lausan og rýkur inn á deild að leika við krakkana.  Hann er alltaf að bæta við sig orðum og eru „nei“, „ekki“ og „Solla“ vinsælust hjá honum.   Svo er hann líka byrjaður að syngja smávegis, oftast lagið úr Stubbunum en í gær sönglaði hann „hallo kakka“ aftur og aftur.  Hann er allavega mjög duglegur og hlakka ég til að sjá hvernig hann á eftir að taka litla bróður.

Categories: Fréttir
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.