Heim > Fréttir > Beðið eftir Brandi

Beðið eftir Brandi

Þá er ég að detta í 39 vikur og allt að verða tilbúið fyrir Brand-Newman, búið að þvo föt, pakka í spítalatösku og kaupa það sem kaupa þarf.

Stóru börnin eru komin í sitt prógram.  Sólveig er í 1. bekk í Ísaksskóla og líkar mjög vel, hún er í skólakórnum og svo erum við að reyna að koma henni í ballett eða fimleika líka, vona að það gangi eftir.   Annars vill hún sjálf prófa allt, langar í handbolta, fótbolta, ukulele-kennslu, karate og ég veit ekki hvað og hvað, ný hugmynd á hverjum degi.   Hún er mjög sátt hérna í nýju íbúðinni, búin að eignast tvær vinkonur í blokkinni og ætlar að eigin sögn að búa hér alltaf!

Pétur er byrjaður á leikskóla og það gengur alveg svakalega vel.   Við rétt svo náum að klæða hann úr útifötunum á morgnanna áður en hann slítur sig lausan og rýkur inn á deild að leika við krakkana.  Hann er alltaf að bæta við sig orðum og eru „nei“, „ekki“ og „Solla“ vinsælust hjá honum.   Svo er hann líka byrjaður að syngja smávegis, oftast lagið úr Stubbunum en í gær sönglaði hann „hallo kakka“ aftur og aftur.  Hann er allavega mjög duglegur og hlakka ég til að sjá hvernig hann á eftir að taka litla bróður.

About these ads
Categories: Fréttir
  1. Björg (ekki móðursystir)
    september 18, 2011 kl. 5:46 f.h.

    Ég bíð spennt eftir myndum af nýjustu viðbótinni! Gaman að heyra hvað Pétur er duglegur á róló, hann er algjört krútt! :)

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Connecting to %s

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.

%d bloggers like this: