Sarpur

Archive for desember, 2011

Pétur Þór 2 ára

desember 5, 2011 Færðu inn athugasemd

Á dimmu föstudagskvöldi fyrir 2 árum vorum við að leita að barnapíu til að koma að passa Sollu því við þurftum að komast á fæðingarheimilið.   Þetta var álíka mikið drama og þegar María og Jósef leituðu að hótelherbergi forðum daga því „eigi svöruðu barnapíur símanum“.     En allt fór vel að lokum, við fengum pössun og lítill drengur kom í heiminn á fæðingarheimilinu í Ashurst.

Þessi litli gleðigjafi fagnar í dag tveggja ára afmæli sínu.  Á þessum tveimur árum hefur nú margt gerst í hans lífi, fæddur í Bretlandi, flutti til Íslands 8 mánaða, byrjaði hjá dagmömmu, byrjaði á leikskóla, varð stóri bróðir og undirbýr nú flutning til Stokkhólms.      Allt þetta er gert með bros á vör og miklum krafti, þar sem um einstaklega kraftmikinn strák er að ræða.    Við héldum smá veislu í gær fyrir fjölskylduna, þar sem hann fékk Peppa Pig köku og fullt af fínum gjöfum.  Í dag hélt svo fjörið áfram á leikskólanum með kórónu og afmælissöng.

Til hamingju með daginn elsku drengurinn okkar :)

 

Categories: Fréttir
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.