Heim > Fréttir > Heja Sverige

Heja Sverige

Þá erum við mætt á nýjan stað, Nacka í Stokkhólmi.

Ferðalagið gekk alveg ágætlega, við lögðum af stað frá Gerðarbrunni klukkan 5 mánudagsmorguninn 2. janúar.  Þegar við komum í Leifsstöð var þar múgur og margmenni, þar sem 12 vélar voru að fara þennan morguninn.   Nú borgaði allt flakk Óskars s.l. árið sig, því þar sem hann er Vildarkorthafi Icelandair gátum við tékkað okkur inn á Saga class borðinu.   Þurftum því ekki að bíða í röð með 3 börn, 5 ferðatöskur, 4 handfarangurstöskur, 3 bílstóla og 1 kerru.   Við innritun kom í ljós að það var engin heil sætaröð til fyrir okkur og þess vegna neyddumst við til að sitja í Saga Class sætum tvö og tvö saman í sitt hvorri röðinni.   Óskar og Pétur sátu saman og ég sat með Óskar Hermann í fanginu og Sollu við hliðina á mér.  Það fór því bara vel um okkur.

Við komuna á Arlanda tók við smá bið eftir töskunum,  ég var með Óskar Hermann í magapoka og því lítið hreyfanleg.  Kerran var enn í farangursgeymslunni og Pétur lék því lausum hala, vildi fara upp á færibandið, klifra í stillans og hlaupa um.  Óskar þurfti því að halda í hann með annarri hendi og ná í töskurnar með hinni.  Þetta hafðist að lokum og við komumst örugglega í gegnum tollinn og til bílstjórans sem beið með skilti sem á stóð „Deggo“.

Við vorum komin heim um tvöleytið og tókum því rólega restina af deginum.  Vorum þreytt eftir hasar síðustu daga.

Á þriðjudeginum fór Óskar að vinna og við börnin vorum mest heimavið, fórum í smá göngutúr á róló og annan í Nacka Forum.  Klukkan 4 var svo barið að dyrum og þá voru mætt Björg, Hjalti, Axel og Flóki.  Það voru miklir fagnaðarfundir enda höfum við ekki hist síðan í apríl 2010.  Það er  því búið að vera mikið fjör á bænum og stemmingin oft minnt á byrjunaratriðin í Home Alone, sem hefur bara verið gaman.  Óskar Hermann hefur verið knúsaður út í eitt og Sólveig varð mjög leið þegar gestirnir fóru í gær.

Á miðvikudaginn fórum við í heimsókn í skólann sem Sólveig fer í, þar hittum við indælt fólk sem bauð okkur hjartanlega velkomin.  Kennarinn hennar Sollu sagði okkur þær gleðifréttir að það er ein íslensk stelpa í bekknum, sem var frábært.  Þær tvær eru einu íslendingarnir í þessum 500 barna skóla, þannig að það er frábært að þær séu í sama bekk.  Skólinn byrjar svo 9. jan og ég verð með henni allan daginn þá og svo sjáum við til hvernig gengur.

About these ads
Categories: Fréttir
  1. Elsa Þóra
    janúar 7, 2012 kl. 1:25 e.h.

    Frábært að heyra að allt gengur vel! Þarf ekki að fara að breyta nafninu á blogginu?? ;) ;)

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Connecting to %s

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.

%d bloggers like this: